Það er satt.

Ekkert, og ég meina algjörlega ekkert í þessu lífi mun gera þig hamingjusama/nn.

Ekki vinir þínir, ekki fjölskyldan þín, eða hundurinn þinn, ekki peningarnir, ekki nýja vinnan, ekki fullkomna sambandið, ekkert.

Og um leið og þú skilur þetta, muntu finna hamingjuna sem þú leitar svo sárlega að.

VERTU HAMINGJUSÖM/SAMUR.

Þetta er eitt mest notaða slagorð okkar tíma.

Við erum minnt á það hvert sem við förum, hvort sem það er í gegnum auglýsingar, vel meint vinaráð, eða hvatningarmynd á Facebook tímalínunni okkar.

Vertu “bara hamingjusöm/samur.” Það getur ekki verið erfitt, er það nokkuð ?

Hvers vegna er það þá, að meirihluti okkar er ófær um að finna þessa hamingju ?

Hvers vegna er það þá, að svona margir eru fastir í endurgjöf óánægjuhugsanna ?

Og hvers vegna, þegar við loksins náum að virkja þessa óljósu hamingju, þá er einungis tímaspursmál þangað til við missum hana aftur.

Það virðist vera að það að vera hamingjusöm/samur sé ekki eins einfalt og það virðist.

Hins vegar, tel ég að þetta sé bara vegna þess að við skiljum ekki að fullu hvað sönn hamingja er.

Og vegna þess, þá erum við heldur ekki viss um það hvernig við eigum að ná því.

Oft á tímum, þá tengjum við hugmyndina um að vera “hamingjusöm/samur” við það að þurfa að finna “það/eitthvað”. Við trúm því að við þurfum að leita eftir hamingju á þann hátt sem hefur verið lagður fyrir okkur af foreldrum okkar og samfélaginu. Sem dæmi, gætum við leitast eftir því með því að stofna til rómantísks sambands með einhverjum sem okkur finnst aðlaðandi, eða að fara út að dansa eina kvöldstund, eða kannski jafnvel að fara á tíu daga hugleiðslu námskeið.

Hvað eiga allir þessir hlutir sameiginlegt? Það eru kannski ekki endilega hlutirnir sjálfir sem deila sameiginleika, heldur hvernig þeir eru oftast notaðir.

Það sem ég meina með þessu er að þessar tegundir af hlutum eru oft notaðir sem leið að takmarkinu. Þeir eru stundaðir í því skyni að fá einhvers konar verðlaun, ekki fyrir reynsluna sjálfa. Í flestum tilvikum, er það hamingjan sem eru aðal verðlaunin sem við leitumst eftir í þessum hlutum.

Þessi “leið að takmarkinu” aðferð við að ná fram hamingju er í raun og veru það sem kemur í veg fyrir að við finnum hamingjuna.

Aðal ástæðan er sú að það viðheldur þeirri tálsýn að hamingja sé eitthvað aðskilið okkur sjálfum.

Vandinn við þetta er að við endum á því að leita fyrir utan okkar sjálfra að hamingju: við gerum það að starfi heimsins í kringum okkur að sjá fyrir okkur á þennan hátt. Þegar við treystum á hluti í kringum okkur fyrir hamingjunni okkar, þá hengjum við oft velferð okkar á þessa hluti.

Hins vegar, eins og flest okkar vita, þá er tenging af einhverju tagi við heiminn utan okkar sjálfra uppskrift að þjáningu, þessi sama ytri veröld sem eina mínútuna veitir okkur hamingju mun án efa breytast mínútu síðar. (Hann, eða við sjálf munum breytast)

Ekki einungis það, heldur með því að notast við ytri uppsprettu til að veita þér hamingju, ertu að forðast það sem er í raun og veru innra vandamál sem aðeins er hægt að bregðast við með því að leita inn á við.

Skiluru ?

Annars mun rót óhamingjunnar alltaf rísa aftur upp á yfirborðið. Þetta er ástæða þess að svo mörg pör byrja í sambandi svona rosalega “hamingjusöm” og virðast fullkomin fyrir hvort annað, en enda uppi algjörlega óhamingjusöm og óánægð með sambandið.

Það byrjar ótrúlega vel vegna þess að í stuttan tíma virkar hin manneskjan sem truflun frá innra tilfinningatómi hinnar manneskjunnar. Hvor manneskjan um sig veitir hinni upplifun af hamingju og tengir svo þá upplifun við núverandi ástand í þessu ferska sambandi. En eins og við vitum öll of vel, þá virðist hin manneskjan oft breytast eftir því sem tíminn líður. Þannig að nú er það bilið á milli hamingjunnar sem við höfðum hengt á það hvernig hinn aðilinn birtist okkur fyrst og hvernig við skynjum hann núna. Þegar hinn aðilinn svo breytist verðum við óánægð af því að hamingjan sem við fengum í byrjun sambandsins er hengd á ákveðna “útgáfu” af þessari manneskju.

Þegar við bindum hamingju okkar við ákveðinn ytrileika, erum við viljandi (en kannski óafvitandi) að taka að okkur óvinnandi verk.

Að endurskilgreina hamingju.

Sönn hamingja er ekki skilyrt. Hún verður ekki til sem “afleiðing af einhverju.”

Að minnsta kosti, ekki alveg.

Hamingja, ást, og gleði eru öll bara mismunandi nöfn yfir þitt sanna sjálf. Þau eru þú.

Þau eru það mest eðlilega ástand sem mannvera getur verið í.

Þetta er ástæða þess að þegar þú ert fullur af ást og hamingju þá ert þú fær um að starfa á miklu hærra stigi en þegar þú ert í kvíða, reiði, eða streitu. Það er mun eðlilegra að vera í jákvæðu ástandi.

Svo þegar þú segist hafa fundið “sanna ást” þá ertu í raun að meina að þú hafir uppgötvað þitt sanna eðli á ný. Þetta er einnig þaðan sem hugmyndin um að “ástin frelsar þig” kemur frá. Hvað gæti verið meira frelsandi en að enduruppgötva og tengjast aftur þínu náttúrulega og sanna sjálfi.

Hins vegar er þetta ekki það sem flest okkar upplifa.

Það sem flest okkar taka sem sannri hamingju er í raun það sem ég vísa til sem skilyrt hamingja.

Skilyrt hamingja byggist á einhvers konar neistagjöfum frá ytri aðstæðum til þess að hún sé upplifuð. Hún er alltaf upplifuð í beinni tengingu við einhvern viðburð ytri aðstæðna.

Það sem ég meina með þessu er að tilfinningar skilyrtrar hamingju eru alltaf tengdar við hlutinn sem við skynjum eða upplifum og lætur okkur líða á þennan hátt. Þessi tenging er það sem skilur á milli sannrar hamingju og skilyrtrar hamingju.

Skilyrt hamingja

Skilyrt hamingja tekur á sig tvö form:

Stolt, og upphefð.

Stolti getur verið lýst sem eitthvað sem leiðir af sér ánægju eða fullnægju af manns eigin afrekum, en upphefð leiðir af sér ánægju og fullnægju frá annarri manneskju, eða einhvers konar reynslu. Rauði þráðurinn á milli þeirra tveggja er að í báðum tilfellum, þá er litið á hamingju eingöngu sem afleiðingu einhvers utan við þig.

Við sjáum yfirleitt stolt sýna sig við aðstæður eins og þegar við fáum nýtt starf, eða við að ljúka verkefni, að ganga vel í prófi, eða að byrja með manneskjunni sem við höfum alltaf haft áhuga á.

Þegar þessir hlutir eiga sér stað, þá er eðlilegt að sjálfsánægja rísi innra með okkur. Það er tilfinning sem réttlætir alla erfiðu vinnuna okkar, og fylgir okkur fallega í augnabliki gleði og fortíðarþrár. Þetta er lang algengasta leiðin þar sem við sjáum stoltið koma í ljós.

“En Kyle, er ekki það að ná markmiði sínu eitthvað sem við gerum sjálf? Í þeim skilningi erum við að sækja hamingjuna til okkar sjálfra?

Jú og nei.

Jú, þú hefur búið til augnablik í tíma sem þú fannst að myndi færa þér tilfinningu um hamingju (þ.e að ljúka markmiði), en það er það markmið, sú ytri uppspretta, sem hefur veitt þér hamingjuna. Þú þurftir alltaf að gera eitthvað til þess að framkalla hamingjuna.

Sérðu hvert ég er að fara með þetta? Markmiðið er að þurfa ekki að reiða sig á hluti til að gera þig hamingjusama/nn, heldur í staðinn að fara í gegnum lífið skapandi þessa hluti og setja sér markmið á meðan *þú ert hamingjusöm/samur. Þetta þýðir að þú skiljir að þú ert skapari eigin hamingju, og að sönn hamingja er skilyrðislaus. Það er að vita það og viðurkenna að á hverju augnabliki, *þá hefur þú vald til þess að skapa þína eigin hamingju.

Meira um þetta eftir smá stund.

Upphefð er annað form skilyrtrar hamingju.

Upphefð er þegar við gefum öðru fólki eða ákveðnum reynslum of mikið kretid fyrir hamingjunni okkar. Það er þegar hamingja kemur frá einhverju sem við skynjum, hvort sem það er vinur að vinna keppni, eða fallegur foss, og við hengjum þá góðu tilfinningu við þennan ákveðna ytri atburð. Mundu, eins og ég vék að áðan, eðli efnisheimsins er að hann er alltaf að breytast.

Þannig að ef við hengjum hamingjuna okkar á þennan ytri heim, þá munu tilfinningar okkar sveiflast eins mikið og hann gerir (sem, ef þú hefur ekki tekið eftir er töluvert). Þetta er ástæðan fyrir því að hamingjan hverfur oft jafn hratt og hún er fundin: hamingjan hefur verið dregin úr ytri atburði og hengd á hann. Þessi ytri atburður eða reynsla mun ALLTAF á endanum breytast, eða svona meira almennt, enda. Þetta er ástæðan af hverju dauði er svona mikið bann umræðuefni fyrir sumt fólk. Þetta er hin fullkomna blokkering á allt sem við hengjum okkur á í efnisheiminum.

Í raun er það þannig að um leið þú bindur hamingju þína við eitthvað utanaðkomandi, hvort sem það er tilfinning yfir því að ná settu markmiði, eða jafnvel sólsetur,  þá hefur þú gefið þig á vald hugmyndinni um skilyrta hamingju.

(Nú er greinin um það bil hálfnuð, ef þú vilt taka þér hlé, þá mæli ég með því!)

Góðu fréttirnar, takk.

Ég veit, ég veit: ekki mest upplífgandi greinin fram að þessu 🙂

En áður en þú ferð máttu vita, að jákvæða efnið er aðeins augnablik í burtu.

Það kann að virðast sem svo að ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur þetta allt stafi af ótta (þ.e.a.s. ótta við að finna aldrei hamingju), en það er í raun ekki málið. Sannleikurinn í málinu er sá að í þeim tegundum aðstæðna sem ég hef verið að lýsa, þá gefum við reyndar allt of mikið kretid fyrir hamingjunni sem við upplifum til einhvers annars en okkar sjálfra. Það er ekki ábyrgt fyrir hamingju þinni, þú ert það.

Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er ekki að við eigum að vanrækja utanaðkomandi uppsprettur í lífi okkar sem veita okkur hamingju, aðalatriðið er ekki að láta þig fá samviskubit þegar eitthvað utan við þig lætur þér líða vel. Og ástæðan er alls ekki að láta þér líða verr en áður en þú last þessa grein.

Aðalatriðið hér er að bera kennsl á hinn dýpri sannleika sem er á bak við tilfinningarnar sem þér virðast vera gefnar af utanaðkomandi uppsprettum. Hinn djúpi sannleikur er þessi:

Þær tilfinningar sem þú trúir að séu innra með þér af völdum ytri uppsprettna/hluta eru í raun innra með þér, frá þér.

Það er rétt, þú ert uppspretta eigin hamingju.

Ég veit að þetta virðist vera eins og ódýr lítil opinberun, en treystu mér; ávinningurinn á því að búa yfir þessari þekkingu er ótrúlega lífs breytandi.

Sjáðu til, hamingjan sem aðrir virðast veita þér er í raun ekki gefin þér, hún er einfaldlega virkt innra með þér. Tilfinningin er samsköpuð. Enginn getur látið þér líða á ákveðinn hátt án þess að þú gerir þeim það kleift líka.

Sem dæmi: Ef einhverjum tekst að móðga þig, þá er það vegna þess að eitthvað sem þeir sögðu hreyfði við djúprótaðri trú sem þú hefur um sjálfa/n þig sem þú bælir eða hunsar í augnablikinu. Eitthvað sem þeir sögðu kveiktu innra með þér gagngrýnandi hugsanir sem valda því að þér finnst þér misboðið, sem annaðhvort endar í einhverskonar sjálfsvörn, eða tilfinningalegu undanhaldi. Hvort heldur sem er, þá var það þín eigin undirmeðvitund, þínar eigin hugsanir, sem leiddu þig að þjáningu þinni; ekki það sem hinn aðilinn sagði.

Ef við notum þessa sömu heimspeki, getum við séð hvernig hamingjan kemur einnig frá þér.

Eins og með alla reynslu, þá þarfnast reynsla hamingjunnar tvenns: eitthvað til að skynja og einhvern til að skynja. Eins og sagt var áðan, eru viðhorf/upplifanir okkar afleiðingar hugsana okkar, sem eru yfirleitt afleiðing skilyrtra viðhorfa okkar. Þetta er ástæðan fyrir því að grínisti getur látið eina manneskju pissa í buxurnar af hlátri, á meðan önnur manneskja gæti orðið pirruð og jafnvel hneyksluð. Ein manneskja hefur skilyrt viðhorf sem tengja við grínistan, en hinn aðilinn hefur skilyrt viðhorf sem gera það ekki.

Viðhorfin okkar móta skynjun okkar.

Vitandi þetta, þá er ekki erfitt að sjá hvernig það er sem við sköpum okkar eigin hamingju.

Þegar eitthvað “gerir okkur” hamingjusöm, þá er það í raun það sem gerist að við erum að skynja eitthvað sem hreyfir við ákveðnu viðhorfi sem við höfum til lífssins. Þessi viðhorf kveikja svo í keðju jákvæðra tilfinninga í líkamanum sem við lýsum svo sem hamingjutilfinningu. Þetta þýðir að við erum alveg jafn ábyrg fyrir hamingjunni okkar eins og persóna, hlutur eða reynsla sem virðist hafa valdið því. Ég ætla ekki að fara djúpt í þetta, en þessi hugmynd gefur góða innsýn inn í hugmyndina um einingu.

Þess vegna þegar við sjáum myndefni af stórum og miklum manni gráta yfir fæðingu barnsins síns, þá upplifum við yfirþyrmandi jákvæðar tilfinningar. Ef við skoðum þetta aðeins dýpra þá skiljum við að fegurð þessa augnabliks er í manninum sjálfum, ekki bara í barninu eða fæðingunni. Það er samlíkingin á milli ytra útlits hans, og birtingamynd hans sanna sjálfs sem lætur okkur öllum upplifa hlýju innra með okkur. Hann dregur fram fegurðina í augnablikinu frá upplifuninni, í stað þess að upplifunin ein sé að láta honum líða svona.

Einfaldlega orðað, fegurðin er í *honum*.

Þetta er einnig ástæðan þegar einhver sem er þunglyndur sýnir einhver merki um hamingju; þetta merki er hægt að nota sem hvata fyrir bata. Þegar einhver sem er þunglyndur sýnir þessi merki, þá er ástæðan að það vekur von ekki vegna þess að við erum að tengja að það sem sjáum og skynjum sé út af fyrir sig jákvætt, í staðinn er það sú staðreynd að innra með þessari manneskju er enn til staðan getan til að skynja hamingju og kalla fram jákvæðar tilfinningar.

Lykillinn að þessu öllu er að vera ofur meðvitaður um hugsanir þínar og kjarnaviðhorf. Notaðu það sem þú upplifir í líkamanum til þess að láta þig vita þegar þú hefur farið svolítið af leið. Mundu, ef þú upplifir eitthvað minna en hamingju þá þýðir það að þú hafir villst frá þínu eðlislega ástandi. Þegar þetta gerist, taktu þér þá augnablik til að kanna þá hugsanir sem hefðu geta valdið þér þessari líðan. Síðan, skaltu reyna að finna hvaða innri trú það var sem kveikti þessar hugsanir. Þegar þú hefur komið auga á það, þá getur þú notað ýmsar aðgerðir sem gera þér kleift að samþætta þessa tilteknu trú við þína heildartilveru.

Með þessu, muntu læra að þú ert alltaf sá/sú sem stjórnar því hvernig þér líður, og þannig, muntu þekkja hamingju sem þitt sanna form, ekki sem eitthvað sem hægt er að gefa þér.

Tilgangurinn

Tilgangurinn með þessari grein er ekki að draga úr tilfinningum sem skapast innra með þér frá utanaðkomandi hlutum, hún er einfaldlega til þess að hjálpa þér að sjá að þú ert alveg jafn ábyrg/ur fyrir hamingju þinni og það sem virðist hafa valdið henni.

Þetta er það sem átt er við með titli þessarar greinar. Það þýðir ekki að þú njótir ekki eða metir ekki ytri hluti, það þýðir bara að þú þarft ekki að treysta á þá fyrir hamingju þinni.

Af hverju ekki ?

Af því það að gera þig hamingjusama/nn er ekki tilgangur þessara hluta!

Það er þitt hlutverk. Tilgangur þessara hluta er að þú njótir þeirra af stað hamingju sem þú hefur skapað fyrir sjálfa/n þig. Það á að skoða heiminn í þessu ástandi, ekki sem markmið að finna það!

Hugmyndin er að vera hamingjusamur og svo vinna að markmiðinu; að líða vel og þá fara og upplifa lífið, ekki gera þessa hluti af stað skorts. Getur þú ímyndað þér að Picasso og Mozart hafi skapað list af því að það var “markmiðið” þeirra? Heldur þú að þeir hafi lagt upp með það hugarfar? Eða heldur þú að ferlið sjálft hafi verið markmiðið, og að skapandi könnunin sjálf hafi verið markmiðið? Eða hvað ef einhver vildi mynda tengsl við þig bara vegna þess að þú gerir þau hamingjusöm? Væri það ekki mun ótrúlegra ef að sú manneskja væri nú þegar hamingjusöm en vildi samt mynda tengsl við þig? Þetta myndi þýða að þeir voru ekki bara að nota þig til þess að fylla upp í eitthvað tómarúm. Þess í stað, þá hefur þessi manneskja áhuga á að eyða tíma úr lífi sínu sem er nú þegar hamingjusamt með þér og mynda tengsl sem ná lengra en manna ríki.

Þegar þú hefur fundið sanna hamingju, þá umbreytist hvert augnablik frá leiðinni að markmiðinu, til markmiðsins sjálfs. Þú notar ekki lengur heiminn og allt sem í honum er sem leið til þess að komast eitthvað annað. Þér líður nú þegar fullkomlega, og getur þess vegna kannað fegurð heimsins frá því tilfinningaástandi.

Það er í gegnum þessa vitneskju sem við erum fær um að breyta því sem er vanalega stolt eða hugsjón yfir í sanna skilyrðislausa hamingju.

Vertu hamingja

Sönn hamingja er ekki það sem flest okkar halda að það sé. Það þýðir ekki að við séum stöðugt brosandi eða alltaf að tala um jákvæða hluti. Í raun þá gæti sönn hamingjusöm manneskja ekki birst okkur sem það sem við köllum venjulega hamingjusama manneskju. Þetta er vegna þess að sönn hamingja – hamingjan sem við í raun leitum – er í raun skilgreind sem “innri friður”. Þessi innri friður er það sem við viljum í raun í lífinu.

Að starfa stöðugt á vettfangi innri friðar þýðir að vera alltaf í ástandi jafnaðargeðs og rósemi í gegnum allt sem gerist á yfirborði lífsins. Það þýðir ekki að við hunsum það slæma, það þýðir bara að við gefum okkur kraft til þess að leyfa ekki utanaðkomandi aðstæðum að hafa áhrif á okkur á neikvæðan hátt. Þetta er einungis hægt ef við samtímis gefum ekki utanaðkomandi aðstæðum einnig þá ábyrgð að hafa áhrif á okkur á jákvæðan hátt.

Aflið er innra með þér til að rækta þetta fallega og afar “badass” viðhorf til lífsins. Hamingjan kemur ekki til þín: hún ER þú.

Vegna þessa, þá segi ég að við breytum einu mest notaða slagorði frá “Vertu hamingjusöm/samur” yfir í:

Vertu hamingja.

Og auðvitað væri hægt að draga þetta saman í eitt orð:

Vertu

Friður og þakklæti!

Kyle

Eftir: Kyle Araki 

Uppruni greinar: http://expandedconsciousness.com